Innlent

Stórtíðindi frá Jóhanni á starfsmannafundi á morgun

MYND/Valli

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur boðað alla starfsmenn embættisins til fundar síðdegis á morgun og segir í samtali við Víkurfréttir að von sé að vænta stórra tíðinda. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um efni fundarins.

Víkurfréttir segja að greina megi mikla undirliggjandi óánægju um öll Suðurnesin vegna þeirrar ákvörðunar Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að auglýsa stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir hálft ár þegar skipunartími Jóhanns rennur út.

Hafa yfir 800 einstaklingar lýst yfir stuðningi sínum við Jóhann á Facebook-síðu honum til stuðnings. Þá hefur stjórn Lögreglufélags Suðurnesja lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun dómsmálaráðherra og segir ákvörðun ráðherra fela í sér uppsögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×