Innlent

Í varðhaldi til 8. október fyrir að falsa vegabréf

Hæstiréttur hefur stytt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum í Leifsstöð fyrr í mánuðinum.

Hann var í hópi fimm manna sem hafa verið handteknir en allir voru þeir á leið til Kanada. Maðurinn framvísaði bresku vegabréfi og kom í ljós við skoðun að það var falsað. Þegar lögregla hugðist svo taka af honum fingraför og ljósmyndir neitaði hann því í fyrstu en heimilaði það svo.

Við yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi maðurinn svo að hafa framvísað fölsuðu vegabréfi og sagðist hann hafa gert það til að bjarga lífi sínu. Sótti hann svo um hæli hér á landi. Héraðsdómur hafði úrskurðað hann í gæsluvarðhald til 22. október meðan lögregla rannsakaði mál hans en Hæstiréttur stytti þá vist um tvær vikur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×