Innlent

Crown Princess ekki til Reykjavíkur

Skemmtiferðaskip. Myndin tengist fréttinni ekki.
Skemmtiferðaskip. Myndin tengist fréttinni ekki.

Skemmtiferðaskipið Crown Princess, sem er eitt hið stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar á heimshöfunum um þessar mundir, kemur ekki til Reykjavíkur á morgun eins og fyrirhugað var.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er það vegna slæmrar veðurspár á leiðinni, en um borð eru um þrjú þúsund bandarískir ferðamenn. Ríflega helmingur þeirra ætlaði í skipulagðar ferðir á landi og hinn helmingurinn ætlaði í verslanir og veitingahús í borginni. Lauslega má áætla að hver farþegi hefði eytt tíu til fimmtán þúsund krónum hér á landi þannig að tekjutap vegna þessa hleypur á tugum milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×