Innlent

Jóhann hættir sem lögreglustjóri

Jóhann R. Benediktsson
Jóhann R. Benediktsson MYND/Valli

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun tilkynna undirmönnum sínum í fyrramálið að hann hyggst láta af störfum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir fyrr í dag að vænta mætti stórra tíðinda á fundi í sínum með starfsmönnum embættisins.

Ástæðan fyrir umsögn Jóhanns er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að auglýsa stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum til umsóknar án þess að Jóhann hafi sagt upp starfinu. Jóhann hefur gengt embætti lögreglustjóra síðastliðinn fimm ár.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í fréttum um helgina eðlilega að öllu staðið og að málið tengist ekki deilu ráðuneytis og lögreglustjóra.






Tengdar fréttir

Stuðningshópur fyrir Jóhann R. á Facebook

Á samskiptasíðunni Facebook hefur verið stofnaður hópur undir fyrirsögninni. „Stuðningshópur Jóhanns R. Benediktssonar.“ Síðan var stofnuð í dag en hún er fyrir þá sem vilja sýna Jóhanni, lögreglustjóra á Suðurnesjum stuðning. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa stöðu lögreglustjórans lausa til umsóknar og líta gagnrýnendur svo á að verið sé að bola Jóhanni úr starfi.

Stórtíðindi frá Jóhanni á starfsmannafundi á morgun

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur boðað alla starfsmenn embættisins til fundar síðdegis á morgun og segir í samtali við Víkurfréttir að von sé að vænta stórra tíðinda.

Ráðherra beri virðingu fyrir störfum Jóhanns

Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×