Innlent

Staðfest farbann yfir rúmenskum sjónhverfingamönnum

MYND/Hari

Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir tveimur Rúmenum sem ásamt þriðja landa sínum eru grunaðir um að reyna að svíkja fé út úr verslunum og bönkum hér á landi með nokkurs konar sjónhverfingum.

Mennirnir voru stöðvaðir við iðju sína í upphafi mánaðarins en samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði höfðu þeir farið á 14 staði á suðvesturhorninu og svikið eða reynt að svíkja út fé. Mennirnir báðu starfsfólk um að skipta fimm þúsund króna seðlum og þegar peningarnir vortu komnir á borðið hættu þeir við og reyndu að hirða þúsund krónu seðlana sem starfsfólkið hugðist afhenda þeim.

Mennirnir þrír eru á aldrinum 28-41 árs og eru í farbanni fram á fimmtudag. Samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurðinum neita þeir sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×