Innlent

Fiskimjölsgeymir valt af vagni

Grindavík.
Grindavík.

Tuttugu og sjö metra hár og níu tíu tonna þungur fiskimjölsgeymir, sem átti að flytja á dráttarvagni frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi, valt af vagninum skömmu eftir að lagt var af stað með hann.

Svo vel vildi til að geymirinn valt þeim megin út af vagninum, þar sem hann olli ekki tjóni, en hinumegin var íbúðarhús. Lögreglan girti af svæðið og reynt verður að koma geyminum aftur upp á vagninn og flytja hann í kvöld. Fyrir stuttu var reynt að fleyta samskonar geymi frá Grindavík áleiðis til Helguvíkur, en hann sökk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×