Innlent

Erlend togaraáhöfn fór mikinn á Akureyri

Sjómenn af breska togaranum Marbellu, sem kom til Akureyrar í gærmorgun vegna bilunar, þustu frá borði, fóru beint í ríkið og slógu svo upp einskonar bryggjuballi.

Brátt skarst í odda með þeim, sem endaði með því að lögreglan skarst í leikinn, handtók fimm skipverja og stakk þeim í steininn. Þar máttu þeir dúsa fram undir miðnætti að skikpstjórinn hringdi á stöðina og bað um að mannskapurinn yrði látinn laus, þar sem hann væri að leggja úr höfn. Var þá móðurinn runninn af mönnunum og stóðu þeir sína pligt við að sleppa endunum, þegar togarinn lagði aftur í haf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×