Innlent

Verslunarkona ósátt með dóm fyrir misheppnaða ránstilraun

Verslunarkona sem varðist vopnuðum ræningja á Akureyri segist hafa orðið skíthrædd í átökunum. Aldrei hafi þó hvarflað að henni að afhenda peninga búðarinnar.

Það var í mars síðastliðnum sem karlmaður á þrítugsaldri réðist inn í verslunina Hreiðrið á Akureyri. Hann huldi andlit sitt með húfu og ógnaði starfsstúlkunni, Önnu Guðrúnu Kristjánsdóttur, með barefli á lofti og skipaði henni að opna sjóðsvél og afhenda peninga. En vopnaða ránið tók óvænta stefnu þegar afgreiðslukonan sneri vörn í sókn, reif af ákærða húfuna og náði taki á bareflinu.

Upp hófust átök en svo hljóp ræninginn út án þess að hafa krónu upp úr krafsinu. Geta má þess að afgreiðslukonan er 49 ára gömul en þjófurinn 24 ára.

Lögreglan handtók sakamanninn seinheppna skömmu eftir ránstilraunina og var hann í síðustu viku dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir innlitið í Hreiðrið.

Anna Guðrún hefði viljað sjá þyngri refsingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×