Innlent

Nafn hinnar látnu

Konan sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu aðfaranótt mánudags hét Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir. Hrafnhildur var fædd 28. mars árið 1979. Hún var einhleyp og barnslaus.

Hrafnhildur kom til Dóminíska lýðveldissins í byrjun júlí og hóf störf á Extreme gisitheimilinu við Cabareta ströndina. Hrafnhildur sá um reksturinn á gistiheimilinu.

Áður en hún kom til Dóminíska lýðveldissins hafði Hrafnhildur verið á ferðalagi vítt og breytt um heiminn. Hún kom meðal annars til Sameinuðu Arabísku furstadæmanna, Dubai og Ástralíu.

Fyrstu fréttir af andláti hennar herma að hún hafi verið stungin til bana á herbergi sínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×