Innlent

Ráða ráðum sínum varðandi mjölturn

MYND/Stöð 2

Lögregla og flutningasérfræðingar ráða nú ráðum sínum um hvað gera skuli við níutíu tonna þungan fiskimjölsgeymi sem losnaði og valt af flutningavagni þegar átti að flytja hann frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi.

Mjölturninn valt af vagninum skömmu eftir að lagt var af stað með hann. Svo vel vildi til að geymirinn valt þeim megin út af vagninum þar sem hann olli ekki tjóni en hinum megin var íbúðarhús auk þess sem margir Grindvíkingar fylgdust með flutningnum.

Lögreglan girti af svæðið til öryggis og meðal hugmynda, sem nú eru ræddar, er hvort hægt sé að brenna hann í sundur og flytja hann í tvennu lagi. Fyrir stuttu var reynt að fleyta stórum lýsisgeymi frá Grindavík áleiðis til Helguvíkur en hann sökk og til stendur að flytja á næstunni þann þriðja sem er eins og sá sem valt. Áætlanir um þann flutning verða nú endurskoðaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×