Innlent

Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna brotinnar rúðu

MYND/Oddgeir Karlsson

Flugmálayfirvöld á Keflavíkurflugvelli voru með viðbúnað nú á þriðja tímanum vegna Boeing 757 flugvélar sem þurfti að lenda vegna brotinnar rúðu.

Vélin var á leið frá Nýfundnalandi þegar í ljós kom sprunga í rúðu og tóku flugmenn enga áhættu og óskuðu eftir að lenda hér. Ekki var talin hætta á ferðum að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, og var um lágmarksviðbúnað að ræða af hálfu yfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×