Innlent

Sýknaður af ákæru um líkamsárás vegna neyðarvarnar

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun karlmann af ákæru um að hafa ráðist á annan mann við skemmtistað í Reykjanesbæ í fyrra.

Samkvæmt ákæru veitti árásarmaðurinn fórnarlambinu þungt högg í kvið og sló það í andlitið svo fórnarlambið fékk verki í kvið og bólgu á kinn. Hinn ákærði neitaði sök og sagði hið meinta fórnarlamb hafa komið aftan að sér og tekið sig hálstaki. Hann hefði reynt að losa sig og rekið olnbogann í hið meinta fórnarlamb.

Sá sem kærði sagði hins vegar að maðurinn hefði ráðist á sig að fyrra bragði. Út frá framburði vitna þótti dómnum hins vegar sannað að komið hefði verið aftan að árásarmanninnum og hann tekinn hálstaki. Viðbrögð hans yrðu að teljast eðlileg og um hefði verið að ræða neyðarvörn af hálfu hans. Þá taldi dómurinn ósannað að árásarmaðurinn hefði slegið hið meinta fórnarlamb í andlitið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×