Innlent

Orð formanns LR endurspegla ekki afstöðu stjórnar

Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur segjir ummæli formanns félagsins, Óskars Sigurpálssonar, í fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudag ekki endurspegla afstöðu stjórnarinnar. Þar sagði hann embætti Ríkislögreglustjóra að vissu leyti tilraun sem hefði misheppnast.

Nokkurrar óánægju gætti með þessi ummæli og var því boðað til fundar í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur í gær. Var sú ályktun samþykkt að verkefni félagsins væri ekki að hafa afskipti af stjórnunarháttum lögreglu á landsvísu og það hefði þar af leiðandi aldrei verið rætt á stjórnarfundum þess.

Stjórn félagsins væri skipuð mönnum með mismunandi skoðanir og hver og einn hefði rétt á að hafa sína persónulegu skoðun. Ummæli formannsins endurspegluðu því ekki afstöðu stjórnarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×