Fleiri fréttir

Helmings samdráttur í sölu dráttarvéla

Helmingi færri dráttarvélar hafa selst það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þá seldust 242 dráttarvélar en í ár voru þær ekki nema 116.

Kalli Bjarni aftur dæmdur

Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni úr Idolinu, var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna. Sá dómur leggst ofan á tveggja ára fangelsisdóm sem hann hlaut fyrr á þessu ári fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kókaíni til landsins.

Sérsveitarmenn frábiðja sér órökstuddar ávirðingar

„Frá síðustu áramótum hefur ítrekað borið á ávirðingum í garð sérsveitar, jafnvel frá yfirstjórnendum í lögregluliðum, og virðist alið á öfund í garð sérsveitarinnar," segir í yfirlýsingu sem Vísi hefur borist frá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina

Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist.

Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar

Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.

Stolin borvél auglýst til sölu á Barnalandi

Lögreglan á Selfossi greinir frá heldur óvenjulegu máli í dagbók sinni. Maður hafði samband við lögreglu og greindi frá því að borvél hefði verið stolið frá honum og hann svo séð hana auglýsta á vefsíðunni barnaland.is.

Lögregla lýsir eftir vitnum að jeppabruna

Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags brann sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið þar sem hún stóð á Grafningsvegi við Hagavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Húsleitir gerðar hjá vinum Þorsteins

Húsleitir voru gerðar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í þarsíðustu viku í tengslum við rannsókn á stórfelldum fíkniefnainnflutningi í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í júní.

Ekkert spurst til eftirlýsts manns

Ekkert hefur spurst til Ivans Konovalenko, eftirlýst Litháa sem flýði land fyrir tæpum tveimur vikum þegar lögregla leitaði hans vegna stórfelldrar líkamsárásar.

Bílvelta í Ártúnsbrekkunni

Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni um hálfeittleytið í dag þegar lítill fólksbíll hafnaði utan vegar skammt frá bensínstöð N1.

Fjögur fíkniefnamál á Akureyri

Fjögur fíkniefnmál komu til kasta lögreglunnar á Akureyri um helgina. Þrjú mál komu upp á föstudagskvöldið og eitt á laugardagskvöldið.

Stefnir í harðvítugar deilur ríkis og lækna

Læknafélagið kannar nú hug félagsmanna sinna til verkfallsaðgerða til að knýja fram launahækkanir. Formaður samninganefndar lækna hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og segir stefna í harðvítugar deilur.

Nokkuð færri á bíl á bíllausa deginum

Svo virðist sem borgarbúar hafi tekið áskorun borgaryfirvalda um að nýta aðra fararkosti en bílinn í dag því um 2600 færri bílar óku um Ártúnsbrekku og Sæbraut milli klukkan sjö og níu í morgun en mánudaginn í síðustu viku.

Í varðhald vegna bílþjófnaðar og innbrota

Karlmaður og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um að hafa stolið bíl og brotist inn á nokkrum stöðum. Lögreglan á Akureyri handtók fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri, á föstudag vegna gruns um að þau hefðu stolið bíl.

Pólsk hjón í farbanni vegna Þorlákshafnarárásar

Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar á Selfossi á föstudag að pólsk hjón, sem grunuð um árás á samlanda þeirra í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudagsins 14. september, skyldu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Hins vegar voru þau úrskurðuð í farbann til 1. desember.

Verklagsreglur um hvernig lýsa skuli eftir sakamönnum

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja verklagsreglur um hvernig lýsa skuli eftir sakamönnum sem ætlaðar eru fyrir lögreglustjóra. Hefur Ríkislögreglustjóri því skipað starfshóp undir forystu embættisins til þess að gera drög að slíkum verklagsreglum.

Dæmdur fyrir þjófnað úr bíl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa farið inn í bíl þar sem hann stóð á bílastæði við Sundhöll Hafnarfjarðar í maí og stolið úr honum ýmsum munum.

Dauð andarnefja fannst

Dauð andarnefja fanst í fjörunni við bæinn Nes við utanverðan Eyjafjörð í gær. Kunnugir telja víst að þetta sé ein af fjórum andarnefjum, sem hafa haldið sig á Pollinum við Akureyri að undanförnu.

Tæki skemmdust í eldi í Kópavogi

Þrír slátturvélatraktorar og að minnsta kosti einn pallbíll skemmdust í eldi á athafnasvæði Garðlistar í iðnaðarhverfi í vesturbæ Kópavogs í nótt.

Ráðherra beri virðingu fyrir störfum Jóhanns

Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Skera upp herör gegn ferðamannavörðum

Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur.

Skipulagsstjóri segir af og frá að fordómar tefji fyrir mosku

Formaður félags múslima á Íslandi telur að neikvæð umræða um múslima og trúarbrögð þeirra sé ástæða þess að Reykjavíkurborg hefur ekki úthlutað þeim lóð undir mosku. Af og frá segir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.

Æ fleiri leita sér aðstoðar

Aldrei hafa fleiri Íslendingar leitað sér aðstoðar vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum. Sérfræðingur í kvíðameðferð segir nauðsynlegt að fólk leiti sér aðstoðar, því þær geti auðveldlega sligað sterkasta fólk.

Stærsti fíkniefnafundur í sögu Sauðárkróks

Umtalsvert magn fíkniefna fannst á Sauðárkróki aðfaranótt laugardags. Lögregla vill ekki gefa upp hve mikið magnið er eða af hvaða tegund, en um fleiri en eina tegund mun vera að ræða. Það er fréttamiðillinn Feykir í Skagafirði sem segir frá þessu en málið var unnið í samvinnu lögreglunnar á Sauðarkróki og fíkniefnateymis lögreglunnar á Norðurlandi.

Orkuveitan og Faxaflóahafnir ákveði um þáttöku í heimssýningunni

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segist ekki kannast við að ekki sé vilji til þess hjá borginni að taka þátt í heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Það hafi hins vegar þótt eðlilegra að láta stjórnir Faxaflóahafna og Orkuveitunnar ákveða hvort fyrirtæki á vegum borgarinnar komi að sýningunni.

Árni Páll: Ummæli Davíðs ekki samboðin seðlabankastjóra

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar segir að ummæli Davíðs Oddsonar í viðtali á Stöð 2 á fimmtudag séu ekki samboðin seðlabankastjóra. Hann segir einnig að eigi krónan að eiga möguleika til framhaldslífs verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. Í viðtalinu talaði Davíð meðal annars að hörð atlaga væri gerð að krónunni, sem sé afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg. Hana geri lýðskrumarar af versta tagi sem hann hafi skömm á og fyrirlitningu.

Ónýtar götur á Akureyri

Ástand gatna á Akureyri er mjög slæmt og sumar göturnar illfærar og nánast ónýtar. Stórauka þarf viðhald, segir bæjarfulltrúi.

Útiloka ekki lögsókn í moskumálinu

Múslimar á Íslandi eru óánægðir með seinagang borgaryfirvalda við úthlutun lóðar fyrir mosku og menningarmiðstöð. Formaður félags múslima kennir neikvæðu andrúmslofti í garð múslíma um og útilokar ekki lögsókn.

Sparkaði í gegnum rúðu á Selfossi

Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimahúsi á Selfossi í nótt en þar hafði maður sparkað í gegnum rúðu. Að sögn lögreglu skarst í odda milli manna sem þar sátu að sumbli með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn, sem er tvítugur, skarst á fæti og á síðu og var fluttur á slysadeild. Nóttin var annars róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Einn fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar og þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur.

Átta stútar í borginni

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þrátt fyrir að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Óvenju margir voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur, eða átta ökumenn.

Hálka og krapi á Reykjanesbraut

Vegagerðin varar við hálku og krapa á Reykjanesbraut og biður fólk að gæta fyllstu varúðar þegar það ekur um veginn.

Allt í hnút hjá læknum

Fundi er lokið í Karphúsinu þar sem læknar og fulltrúar ríkisins reyndu að komast til botns í samningaviðræðum. Fundurinn var árangurslaus og formaður samninganefndar lækna segir að verið sé að ýta læknum út í aðgerðir sem þeir hefðu viljað komast hjá.

Um hreina brottvikningu að ræða

Dómsmálaráðherra er augljóslega að reyna losa sig við lögreglustjórann á Suðurnesjum með því að auglýsa starf hans laust til umsóknar að mati Sveins Andra Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns. Hann segir um hreina brottvikningu að ræða.

Áhyggjur af Tónlistarhúsinu vegna stöðu Nýsis

Framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn eru í mikilli óvissu vegna fjárhagserfiðleika Nýsis. Menntamálaráðherra hefur áhyggjur af framhaldinu en gerir þó ráð fyrir því að verkinu verði lokið á umsömdum tíma.

Villtur á hálendinu í fjóra sólarhringa

Gangnamenn sem fundu Spánverja í jaðri Ódáðahrauns hafa að öllum líkindum bjargað lífi hans. Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík segir að svo virðist sem maðurinn hafi lagt bíl sínum á svokallaðri Trölladyngjuleið og ákveðið að fara í göngutúr. Hann hefur síðan villst og ekki fundið bílinn á ný. Maðurinn hefur sennilega verið á göngu í fjóra daga og var hann mjög máttfarinn þegar gangnamenn fundu hann fyrir tilviljun, en svæðið er að sögn varðstjórans eins fjarri mannabyggðum og unnt er að komast hér á landi. Hann er nú á sjúkrahúsi til aðhlynningar.

Mikilvægasta verkefnið að verja stöðu heimilanna

Landssamband íslenskra verzlunarmanna samþykkti á þingi sínu í dag ályktun þar sem lýst er yfir áhygjgum af stöðu efnahagsmála hér á landi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins.

Óttast að læknanemar flýi land

Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndar félagsins, óttast flótta lækna úr landi og sér í lagi nýútskrifaðra lækna vegna launakjara stéttarinnar.

Hópslysaæfing á Landspítala tókst vel

Landspítali var settur á virkjunarstig laugardagsmorguninn 20. september 2008 vegna rútuslyss sem gert var ráð fyrir að orðið hefði í Ártúnsbrekku í Reykjavík og var unnið samkvæmt nýrri viðbragðsáætlun spítalans. Æfingin er sögð hafa heppnast vel en í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir þremur stigum, viðbúnaðarstigi, virkjunarstigi og neyðarstigi.

Sjá næstu 50 fréttir