Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir áleitnum innbrotsþjófi framlengdur

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni til 21. október. Maðurinn er grunaður um innbrot og kynferðislega áreitni gagnvart sex ára stúlku á heimili hennar á Grettisgötu fyrr í þessum mánuði. Húsráðendur vöknuðu við ferðir manns á heimili sínu og hröktu hann út. Hann var handtekinn tveimur dögum síðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp á grundvelli almannahagsmuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×