Óvíst hvort Sigurður G. geti varið Jón Ólafsson 18. júlí 2008 12:38 Haukur Örn Birgisson „Mér er kunnugt um nokkra hæstaréttadóma sem hafa fallið þar sem dómari synjaði sakborningi um verjanda að eigin vali vegna stöðu lögmannsins sem vitnis," segir Haukur Örn Birgisson héraðsdómslögmaður. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá Ríkislögreglustjóra, krefst þess að Sigurður G. Guðjónsson verði ekki skipaður verjandi Jóns Ólafssonar athafnamanns í dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn Jóni. Helgi Magnús ber því við að Sigurður kunni mögulega að vera kallaður til sem vitni. Haukur segist ekki hafa kynnt sér mál Jóns Ólafssonar, að öðru leyti en því sem hann hafi lesið og heyrt í fjölmiðlum. „En það sem skiptir máli í tilfelli Jóns Ólafssonar er á hvaða hátt Sigurður G. Guðjónsson tengist málinu," segir Haukur Örn. Hann bendir á að það sé í valdi dómarans að meta það. Haukur segir að réttur manns til að fá skipaðan verjanda að eigin vali sé mjög ríkur. Kveðið sé á um þetta í lögum um meðferð opinberra mála og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Þessi réttur að fá lögmann að eigin vali er mjög ríkur. Allar reglur sem víkja frá þessum rétti þarf að skýra mjög þröngt og þannig er notkun undantekninganna mjög takmörkuð. Skilyrði fyrir slíkum undantekningum þurfa að byggja á mjög veigamiklum rökum," segir Haukur. Hins vegar bendir Haukur á að í lögum um meðferð opinberra mála sé kveðið á um að ekki megi skipa eða tilnefna verjanda sem kunni að verða kvaddur til að bera vitni. „Dómari þarf að meta í þessu máli með hliðsjón af þeim gögnum sem ákæruvaldið hefur lagt fram hvort sá lögmaður sem Jón Ólafsson hefur óskað eftir að verði skipaður verjandi sinn geti haft stöðu vitnis í málinu," segir Haukur. Hann segir ljóst að dómarinn þurfi að fara mjög varlega í þessu mati þar sem að synjun hans um skipun verjanda feli í sér undantekningu frá áðurnefndum rétti Jóns. „Það verður spennandi að sjá hvaða niðurstöðu dómurinn kemst að," segir Haukur. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
„Mér er kunnugt um nokkra hæstaréttadóma sem hafa fallið þar sem dómari synjaði sakborningi um verjanda að eigin vali vegna stöðu lögmannsins sem vitnis," segir Haukur Örn Birgisson héraðsdómslögmaður. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá Ríkislögreglustjóra, krefst þess að Sigurður G. Guðjónsson verði ekki skipaður verjandi Jóns Ólafssonar athafnamanns í dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn Jóni. Helgi Magnús ber því við að Sigurður kunni mögulega að vera kallaður til sem vitni. Haukur segist ekki hafa kynnt sér mál Jóns Ólafssonar, að öðru leyti en því sem hann hafi lesið og heyrt í fjölmiðlum. „En það sem skiptir máli í tilfelli Jóns Ólafssonar er á hvaða hátt Sigurður G. Guðjónsson tengist málinu," segir Haukur Örn. Hann bendir á að það sé í valdi dómarans að meta það. Haukur segir að réttur manns til að fá skipaðan verjanda að eigin vali sé mjög ríkur. Kveðið sé á um þetta í lögum um meðferð opinberra mála og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Þessi réttur að fá lögmann að eigin vali er mjög ríkur. Allar reglur sem víkja frá þessum rétti þarf að skýra mjög þröngt og þannig er notkun undantekninganna mjög takmörkuð. Skilyrði fyrir slíkum undantekningum þurfa að byggja á mjög veigamiklum rökum," segir Haukur. Hins vegar bendir Haukur á að í lögum um meðferð opinberra mála sé kveðið á um að ekki megi skipa eða tilnefna verjanda sem kunni að verða kvaddur til að bera vitni. „Dómari þarf að meta í þessu máli með hliðsjón af þeim gögnum sem ákæruvaldið hefur lagt fram hvort sá lögmaður sem Jón Ólafsson hefur óskað eftir að verði skipaður verjandi sinn geti haft stöðu vitnis í málinu," segir Haukur. Hann segir ljóst að dómarinn þurfi að fara mjög varlega í þessu mati þar sem að synjun hans um skipun verjanda feli í sér undantekningu frá áðurnefndum rétti Jóns. „Það verður spennandi að sjá hvaða niðurstöðu dómurinn kemst að," segir Haukur.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira