Innlent

Bæjarstjórn Álftaness sökuð um valdníðslu og hroka

Lóðareigandi á Álftanesi sakar bæjaryfirvöld þar um valdníðslu og hroka eftir að þau ákváðu að gera nýtt deiliskipulag og banna byggingu á lóð hans. Bæjarstjórinn vísar ásökunum hans alfarið á bug og vill ná sáttum í málinu.

Gunnar Árnason og kona hans keyptu lóð að miðskógum átta á Álftanesi 2005. Frá þeim tíma hafa þau reynt að fá samþykkt byggingarleyfi frá bæjaryfirvöldum til að reisa þar einbýlishús en án árangurs. Í dag samþykkti bæjarstjórn Álftaness breytt deiliskipulag þar sem bannað er að byggja á lóð þeirra.

Gunnar segir tjónið hlaupa á tugum milljóna.

Lóðin er staðsett við fjöruna fyrir framan hús forseta Bæjarstjórnar, Kristjáns Sveinbjörnssonar. Gunnar heldur því fram að Kristján hafi reynt að hafa áhrif á gang mála og misnotað stöðu sína sem forseti bæjarstjórnar þar sem fyrirhugað einbýlishús skyggi á útsýni hjá honum. Því vísar Kristján á bug.

Bæjarstjórinnn segir það stefnu sveitarfélagsins að ekki verði byggt við fjöruna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×