Innlent

Óprúttnir aðilar segjast selja öryggiskerfi

Þjófur að störfum
Þjófur að störfum SVIÐSSETT MYND

Öryggisgæslan ehf. kveðst hafa haft veður af óprúttnum aðilum sem hafa haft samband við heimili fólks til að bjóða því heima öryggiskerfi til sölu og fengið þannig upplýsingar um hvort slíkt öryggistæki sé á heimilinu eða ekki.

Egill Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Öryggisgæslunnar, vill koma því á framfæri að fyrirtækið stundi ekki úthringingar til að bjóða slík kerfi á heimil fólks, og varar landsmenn við að gefa þessar upplýsingar upp í gegnum síma eða yfir höfuð til óviðkomandi aðila.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×