Innlent

Aðstoðarlögreglustjóri segir umræðu um löggæslumál byggja á misskilningi

Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.
Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.

Tuttugu og fjórir lögreglumenn voru við störf aðfararnótt laugardagskvöldið 12. júlí síðastliðinn, að sögn Harðar Jóhannessonar aðstoðarlögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem Hörður sendi fjölmiðlum segir að 17 menn hafi verið á vakt hjá almennu deild, einn á svæðisstöð og 6 í umferðardeild. Þar af hafi 14 starfsmenn verið á eftirlitsbifreiðum almennu deildar og 6 á bifreiðum eða bifhjólum umferðardeildar.

Greint var frá því í fjölmiðlum að einungis 14 lögreglumenn hafi staðið vaktina á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið laugardagskvöld. Hörður segir þetta byggja á misskilningi sem byggist á því að sjö eftirlitsbílar a vegum almennu deildarinnar hafi verið úti á tímabilinu hálf-fimm til hálf-tólf þetta kvöld. Það hafi hins vegar fleiri verið á vakt.

Hörður segist fagna allri umræðu um málefni lögreglunnar, sem glími við margvíslegan fjárhagsvanda, meðal annars vegna aukins rekstrarkostnaðar sem hafi raskað rekstraráætlunum. Yfir sumartímann hafi ekki tekist að fullmanna allar vaktir, meðal annars vegna þess að ekki séu lengur ráðnir sérstakir sumarafleysingarmenn. Umræðan sé því mikilvæg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×