Innlent

Listaháskóli á Frakkastígsreit

Áætlað er að nýbygging Listaháskóla Íslands á svo kölluðum Frakkastígsreit í hjarta höfuðborgarinnar verði tilbúin haustið 2011. Í dag voru kynntar niðurstöður úr samkeppni um hönnun á byggingu skólans.

Úrslitin voru kynnt síðdegis á Frakkastígsreitnum að viðstöddu fjölmenni. Byggingin þar sem nú er Vegas verður rifin og verður nýbygging Listháskólans staðsett á horni Frakkastígs og Laugavegar.

Í umsögn dómnefndar segir að húsið falli vel að Laugaveginum og þannig geti samspil götulífs og starfsemi skólans orðið lifandi og virkt.

Listaháskólinn hefur verið rekinn á fimm til sex stöðum víða um borgina og rektor var að vonum ánægður með að nú er kominn einn staður fyrir alla starfsemi skólans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×