Innlent

Vodafonehjólin komin á stræti Reykjavíkur fyrir mánaðarlok

Nanna Hlín skrifar
Jakob Frímann Magnússon
Jakob Frímann Magnússon

Hægt verður að fá Vodafone-hjól til afnota að endurgjaldslausu í Reykjavík eigi síður en í lok þessa mánaðar. „Það er verið að hrinda þessu í framkvæmd á næstunni, nú erum við að tryggja skráningakerfið á hjólum og hjálmum þannig að hægt sé að taka hjól og skila hjólum á hinum ýmsu stöðum," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri.

„Hjólin verða hjá sundlaugum bæjarins og á fleiri stöðum, það er náttúrulega mikilvægt að geta nálgast hjólin í miðborginni. Þannig að við getum farið að láta okkur hlakka til þess að stíga á bak þessum reiðhjólum innan skamms," segir Jakob Frímann og nefnir að samstarf Vodafone og Reykjavíkurborgar fari einkar vel á stað en Vodafone stóð einnig á bak við heita reitinn sem opnaður var í gær á Austurvelli.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×