Innlent

Boðsundsveitin komst ekki af stað í dag

Hugað að gírkassanum í dag. Mynd/ Ermarsund.com
Hugað að gírkassanum í dag. Mynd/ Ermarsund.com

Boðsundsveitin í sjósundi hefur framlengt dvöl sína í Dover í Englandi fram á mánudag og ætlar að gera nýja tilraun til að synda boðsund yfir Ermarsund á laugardag eða sunnudag. Boðsundsveitin átti að leggja í hann í morgun þó að veðurútlit væri slæmt.

Í tilkynningu frá boðsundsveitinni segir að hún hafi farið út með fylgdarbátnum til að meta aðstæður. Þá hafi gírkassinn í bátnum bilað og hann hafi verið dreginn í land. Á Ermarsundi hafi verið bræla og aðstæður slæmar.

Það er Andy King sem ætlar að fylgja boðsundsveitinni yfir Ermarsund, en hann fór yfir með Benedikt Hjartarsyni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×