Innlent

,,Við eigum að klára þetta dæmi"

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Kjartan Ólafsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er varaformaður umhverfisnefndar Alþingis.
Kjartan Ólafsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er varaformaður umhverfisnefndar Alþingis.

Kjartan Ólafsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að framkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík haldi áfram þrátt fyrir skoðanakönnun sem sýnir að andstæðingar álversins eru fleiri en stuðningsmenn.

,,Við eigum að klára þetta dæmi og framkvæmdinni verður haldið áfram. Það er búið að ákveða það," segir Kjartan og bætir við að álverið komi til með að skapa mikil verðmæti til framtíðar samfélaginu til hagsbóta.

Könnun sem Gallup vann fyrir þingflokk Vinstri grænna og birt var í dag sýnir að 42 prósent landsmanna eru andvígir álveri í Helguvík, 36 prósent eru hlynntir en 22 prósent segjast hvorki hlynntir né andvígir.

Meirihluti þjóðarinnar telur nóg komið af virkjunum samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í seinasta mánuði. 57 prósent styðja ekki frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað.

Kjartan segir að ef málið sé skoðað yfirvegað í grunninn sé ljóst að Íslendingar búa yfir miklum orkuauðlindum. ,,Við eigum auðvitað að nota þær orkulindir sem eru umhverfisvænar og nota orkuna til að auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu. Það er mín bjargfasta trú burt sé frá niðurstöðum skoðanakannana," segir Kjartan.












Tengdar fréttir

Stuðningur við náttúruvernd fer vaxandi segir NSÍ

Náttúruverndarsamtök Íslands telja að niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins um frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað sýni að náttúruvernd eigi nú vaxandi fylgi að fagna í samfélaginu.

Segir krepputal ekki hafa áhrif á andstöðu við stóriðju

"Þetta sýnir og staðfestir að það er skýr meirihlutavilji fyrir því að ekki verði gengið lengra í stóriðjuvæðingu á íslensku efnahags- og atvinnulífi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna en flokkurinn lét framkvæma könnun á viðhorfi landsmanna til stóriðjuframkvæmda í Helguvík.

Þórunn: Nóg komið af gamaldags lausnum

Þórunn Sveinbjarnardóttir segir að fólk sé búið að fá nóg af gamalds lausnum í virkjanamálum. ,,Ég held að fólk sé búið að fá nóg af gömlu lausnunum og meðvitaðra að orkan sem við eigum er mjög verðmæt og hún muni einungis vaxa í verði."

Álver komi á réttum tíma

Afstaða fólks til byggingar álvers í Helguvík byggist á mörgum þáttum og er efnahagsástandið ein helsta skýringin, að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að það komi sér ekki alveg á óvart að um 65% landsmanna séu andvígir fyrirhuguðu álveri, eins og könnun Gallup bendir til.

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×