Innlent

Álver komi á réttum tíma

Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson

Afstaða fólks til byggingar álvers í Helguvík byggist á mörgum þáttum og er efnahagsástandið ein helsta skýringin, að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að það komi sér ekki alveg á óvart að um 65% landsmanna séu andvígir fyrirhuguðu álveri, eins og könnun Gallup bendir til.

„Nú er verðbólga og þensla og ég held að margir vilji að náð verði tökum á efnahagsástandi áður en að farið verði í frekari framkvæmdir," segir Kristinn. Hann segir jafnframt að ef harðna fari á dalnum og atvinnuleysið aukist þá muni afstaða fólks breytast. Kristinn segir að Frjálslyndi flokkurinn sé hlynntur álveri á Bakka og í Helguvík en bíða þurfi þess að það slakni á efnahagslífinu.








Tengdar fréttir

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×