Innlent

Hólmatindur sökk í Namibíu

Hólmatindur, sem áður var í íslenskri eigu, sökk við bryggju í borginni Wavlisbay í Namibíu fyrr í vikunni. Skipið var í eigu Eskju á Eskifirði en var selt til Sea Flower, sem þá var í eigu Nýsis, árið 2001.

Skipinu var siglt til Namibíu þar sem það hefur verið allar götur síðan. Nýsir seldi hlut sinn í Sea Flower árið 2003 og var skipið þá alfarið komið úr íslenskri eigu.

Hólmatindur var á leið í slipp í Walvis Bay þegar hann sökk. Engan sakaði í óhappinu en gert verður við skipið á næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×