Fleiri fréttir

Bóndi grunaður um sauðaþjófnað

Fjórir lögreglumenn og fimm bændur úr Nesjum við Höfn í Hornafirði, gerðu fjárhúsleit í fjárhúsum bónda þar á svæðinu, vegna gruns um að hann stundaði stórfelldan sauðaþjófnað. Bændurnir kærðu hann og grunar að hann hafi breytt mörkum og merkjum á lömbum og lagt þau í sláturhúsið sem sín eigin.

Sjatnar í Hvítá og vex í Ölfusá

Vatnavextir í Hvítánum í Borgarfirði og á Suðurlandi ollu ekkli teljandi vandræðum og er rennslilð farið að sjatna í þeim báðum. Bærinn Ferjukot í Borgarfilrði var um tíma um flotinn og sömu sögu er að segja um Auðsholt í Árnessýslu, en slíkt gerist oft í vatnavöxtum.

Féll tíu metra úr vinnupalli

Fertugur karlmaður slasaðist mikið þegar hann féll eina tíu metra úr vinnupalli við Mánatún rétt fyrir klukkan átta í kvöld.

Segist ósammála mati nefndar á hæfi Þorsteins

“Ég er ekki sammála áliti nefndarinnar,” segir Árni Matthiesen sem í dag skipaði Þorstein Davíðsson dómari við Héraðsdóm Austurlands og Héraðsdóm Norðurlands eystri , þvert á álit nefndar sem falið var að kanna hæfi þeirra fimm umsækjenda sem voru um stöðuna. Af þessum fimm taldi nefndin þrjá umsækjendur hæfari en Þorstein.

Nær að stoppa í skattasmugur

Ríkisstjórnin á að stoppa upp í skattasmugur í stað þess að gefast upp, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Breiðavíkurnefndin skilar niðurstöðu í lok janúar

Í tilkynningu frá Róberti Spanó, formanni Breiðavíkurnefndarinnar svokölluðu, kemur fram að nefndin hafi rætt við rúmlega 100 einstaklinga, fyrrum vistmenn og starfsmenn og aðra sem nefndin hefur talið að geti varpað ljósi á starfsemi Breiðavíkurheimilisins.

Dómur Mannréttindadómstóls kallar á lagabreytingar

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem Hæstiréttur Íslands er sagður hafa brotið gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans kallar á lagabreytingar að mati prófessors við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarfari.

Maður sem rauf farbann hyggst snúa aftur til Íslands

Pólverji sem grunaður er um nauðgun og rauf farbann, sagði við yfirheyrslu hjá pólsku lögreglunni að hann hygðist snúa aftur til Íslands. Pólsk lög koma í veg fyrir að hann verði framseldur.

Þrír voru hæfari en Þorsteinn

Þrír umsækendur voru hæfari en Þorsteinn Davíðsson sem Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands.

Árangur af virðisaukaskattslækkunum kynntur á næstunni

Niðurstöðu í yfirferð Alþýðusambands Íslands og Neytendastofu yfir árangur af virðisaukaskattslækkun stjórnvalda í mars síðastliðnum er að vænta á næstu dögum að sögn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra.

Eldur í Hljómskálagarðinum

Eldur kviknaði í leiktækjum í Hljómskálagarðinum um fimmleytið. Að sögn slökkviliðsmanna var ekki um mikinn eld að ræða en dælubíll og sjúkrabílar voru sendir á staðinn til öryggis. Ekki er vitað hvort eldurinn náði að læsa sig í gróðri Hljómskálagarðsins.

Báru ekki ábyrgð á reiðnámskeiðsslysi

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm sem kona höfðaði á hendur manni og Hestamannafélaginu Sörla vegna slyss sem hún varð fyrir á reiðnámskeiði hjá Sörla.

365 dæmt fyrir meiðyrði

365 miðlar var í dag dæmt til að greiða Magnúsi Ragnarsyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás eins, 1500 þúsund krónur í skaðabætur vegna ummæla sem birtust í DV á haustmánuðum 2006 og í Fréttablaðinu í byrjun árs 2007.

Fékk nálgunarbann á fyrrum eiginmanninn

Kona í Hafnarfirði hefur fengið nálgunarbann á fyrrum eiginmann sinn í 3 mánuði. Þetta staðfesti Hæstiréttur í dag en maðurinn má ekki koma nær heimili hennar en 50 metra radíus.

Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari

Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008.

Lögfræðingur krúnukúgarans: Það er skítalykt af þessu máli

„Þetta er gjörsamlega út í hött, hann verður sýknaður í þessu máli enda hafa þeir ekkert á hann. Íslenska ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða og vernda sinn borgara, það er brotið á honum,“ segir Giovanni di Stefano lögmaður Paul Adalsteinssonar eftir niðurstöðu dagsins.

Kaupa 15 íbúðir fyrir geðfatlaða

Hleypt var af stokkunum nýju átaksverkefni félagsmálaráðuneytisins í dag sem miðar að því að efla þjónustu og búsetuúrræði geðfatlaðra

Saltpéturssýra lak á Hesthálsi

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Hesthálsi í Reykjavík fyrir stundu þar sem saltpéturssýra hafði lekið úr keri sem var í vöruflutningabifreið. Talið er að allt að 200 lítrar hafi lekið út. Slökkviliðsmenn telja að kerið hafi skemmst við flutning með fyrrgreindum afleiðingum. Engan hefur sakað vegna þessa.

Styrkja félagasamtök í stað þess að senda jólakort

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að styrkja Faðm, styrktarsjóð samtakanna Heilaheilla, um þá upphæð sem annars hefði farið jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins.

Stjórnvöld kanni áhrif Vaxholm-dóms hér á landi

Þingflokkur Vinstri - grænna vill að íslensk stjórnvöld kanni það hvaða áhrif dómur Evrópudómstólsins í svokölluðu Vaxholm-máli hafi hér á landi og hvetur til samráðs með verkalýðshreyfingunni um það

Flóttamenn fengu orðabækur

Kólumbískt flóttafólk sem flutti hingað til lands í haust fékk í morgun orðabækur í jólagjöf frá Rotary Reykjavík International.

Mikil vonbrigði að Krymski verði ekki framseldur

„Þetta undirstrikar að nú þarf enn frekar að skerpa á reglum um hvernig tekið er á mönnum sem eru ekki íslensir ríkisborgarar og eru sakaðir um alvarleg brot,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi.

Krymski handtekinn í Póllandi en framsalsbeiðni var hafnað

Przemyslav Pawel Krymski, einn þeirra sem rauf farbann sem hann var úrskurðaður í af Héraðsdómi Suðurlands og staðfest var í Hæstarétti vegna gruns um aðild að nauðgun, var handtekinn af pólsku lögreglunni á landamærum Póllands og Þýskalands s.l. mánudag að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Fjórða ránið í 10-11 á árinu

Tveir fjórtán ára piltar, grímuklæddir og vopnaðir bareflum, rændu peningum í verslun 10-11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um átta leitið í gærkvöldi og komust undan. Þetta er fjórða ránið í 10-11 verslun á árinu.

Stjórnvöld fari yfir árangur af virðisaukaskattslækkun

Formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnvöld og hagsmunaaðilar fari yfir árangur af virðisaukaskattslækkuninni síðast liðinn vetur. Hann segir að þannig megi tryggja að boðað afnám vörugjalda skili sér í vasa neytenda.

Langflest sveitarfélög með hámarksútsvar

64 af 79 sveitarfélögum á landinu verða með hámarksútsvar á næsta ári en aðeins þrjú með lágmarksútsvar samkvæmt tölum sem fjármálaráðuneytið birtir í dag.

Vandinn liggur í dugleysi ákæruvaldsins

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins segir að rót vandans þegar kemur að mönnum sem rjúfa farbann sé dugleysi ákæruvaldsins. Hann segir óskiljanlegt hve langan tíma það tekur að gefa út ákærur í málum hér á landi. Talið er að fimm manns hafi flúið land þrátt fyrir að vera í farbanni á meðan mál þeirra voru í rannsókn.

Leikjanet bregst við óheppilegu atviki

Stjórnendur vefsins Leikjanet hafa ákveðið hýsa nær alla leiki sjálfir og að hætta að vísa á erlenda vefi, aðra en sérstaka barnavefi. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti komið inn óæskilegum skilaboðum með leikjum eftir að á þá er vísað.

Sigrún Ósk nýr ritstjóri Skessuhorns

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Skessuhorns frá og með áramótum og tekur við starfinu af Magnúsi Magnússyni útgefanda.

Veðurstofan og Vatnamælingar í eina sæng

Vatnamælingar og Veðurstofa Íslands sameinast í nýrri stofnun sem taka á til stara eigi síðar en 1. janúar 2009. Stofnunin gengur undir vinnuheitinu Vatna- og Veðurstofa Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir