Innlent

Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari

Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008. Hann mun verða með 75% starfsskyldur við Héraðsdóm Norðurlands eystra og 25% við Héraðsdóm Austurlands og hafa starfsstöð við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

Aðrir umsækjendur um embættið voru:

Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður,

Halldór Björnsson, aðstoðarmaður hæstaréttardómara,

Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og félagvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri,

Ragnheiður Jónsdóttir, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Húsavík.

Það var Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra sem skipaði Þorstein í embættið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×