Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir aðild að kókaínsmygli

Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft milligöngu um að flytja inn rúmlega 360 grömm af kókaíni til landsins frá Amsterdam í Hollandi.

Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa að beiðni manns sem hann ekki vildi nefna fengið tvo einstaklinga til að efnin til landsins en þeir voru gripnir í Leifsstöð í ágúst í fyrra. Taldist maðurinn hafa gegnt verulegu hlutverki við innflutninginn og verið virkur milligöngumaður í allri atburðarásinni þótt ekki hefði hann flutt efnið inn sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×