Stjórnvöld kanni áhrif Vaxholm-dóms hér á landi 20. desember 2007 13:45 MYND/GVA Þingflokkur Vinstri - grænna vill að íslensk stjórnvöld kanni það hvaða áhrif dómur Evrópudómstólsins í svokölluðu Vaxholm-máli hafi hér á landi og hvetur til samráðs með verkalýðshreyfingunni um það. Í tilkynningu Vinstri - grænna er bent á dómurinn hafi kveðið á um að heimilt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum sem gilda í heimalandi verkamanna jafnvel þótt verkefnið sé unnið í öðru landi. Forsaga málsins er sú að lettneskt fyrirtæki tók að sér verkefni í bænum Vaxholm í Svíþjóð og greiddi starfsmönnum sínum samkvæmt lettneskum kjarasamningum. Sænsk verkalýðsfélög vildu hins vegar að greitt yrði samkvæmt sænskum kjarasamningum og fór málið fyrir Evrópudómstólinn. Forsendur Evrópudómstólsins eru þær að vinnuafl skuli vera hreyfanlegt innan EES-svæðisins, það sé ein af grunnstoðum hugmyndafræðinnar um sameiginlegan evrópskan vinnumarkað. „Dómurinn telur það sjónarmið vega þyngra en sjálf undirstaða norræns vinnumarkaðar, félagslegir algildir kjarasamningar sem tryggi öllum lágmarkskjör," segir í tilkynningu Vinstri - grænna sem segja jafnframt að dómurinn vegi gróflega að réttindum launafólks í Evrópu og setji stöðu kjarasamninga á norrænum vinnumarkaði í uppnám. „Hér á landi er kveðið á um það í lögum að íslenskir kjarasamningar skuli virtir sem lágmarkskjör. Engu að síður er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi frumkvæði að því að kanna hugsanlegar afleiðingar dómsins og hvetur VG til samráðs við verkalýðshreyfinguna um það efni. VG lýsir samstöðu með verkalýðshreyfingunni hér á landi og í Evrópu í baráttu hennar gegn undirboðum á vinnumarkaði og þeirri atlögu sem nú er gerð að réttarstöðu hennar," segir í tilkynningu Vinstri - grænna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Þingflokkur Vinstri - grænna vill að íslensk stjórnvöld kanni það hvaða áhrif dómur Evrópudómstólsins í svokölluðu Vaxholm-máli hafi hér á landi og hvetur til samráðs með verkalýðshreyfingunni um það. Í tilkynningu Vinstri - grænna er bent á dómurinn hafi kveðið á um að heimilt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum sem gilda í heimalandi verkamanna jafnvel þótt verkefnið sé unnið í öðru landi. Forsaga málsins er sú að lettneskt fyrirtæki tók að sér verkefni í bænum Vaxholm í Svíþjóð og greiddi starfsmönnum sínum samkvæmt lettneskum kjarasamningum. Sænsk verkalýðsfélög vildu hins vegar að greitt yrði samkvæmt sænskum kjarasamningum og fór málið fyrir Evrópudómstólinn. Forsendur Evrópudómstólsins eru þær að vinnuafl skuli vera hreyfanlegt innan EES-svæðisins, það sé ein af grunnstoðum hugmyndafræðinnar um sameiginlegan evrópskan vinnumarkað. „Dómurinn telur það sjónarmið vega þyngra en sjálf undirstaða norræns vinnumarkaðar, félagslegir algildir kjarasamningar sem tryggi öllum lágmarkskjör," segir í tilkynningu Vinstri - grænna sem segja jafnframt að dómurinn vegi gróflega að réttindum launafólks í Evrópu og setji stöðu kjarasamninga á norrænum vinnumarkaði í uppnám. „Hér á landi er kveðið á um það í lögum að íslenskir kjarasamningar skuli virtir sem lágmarkskjör. Engu að síður er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi frumkvæði að því að kanna hugsanlegar afleiðingar dómsins og hvetur VG til samráðs við verkalýðshreyfinguna um það efni. VG lýsir samstöðu með verkalýðshreyfingunni hér á landi og í Evrópu í baráttu hennar gegn undirboðum á vinnumarkaði og þeirri atlögu sem nú er gerð að réttarstöðu hennar," segir í tilkynningu Vinstri - grænna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira