Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir að keyra fullur

Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ölvunarakstur.

Honum hafði fimm sinnum áður verið gerð refsing fyrir ölvunarakstur og átta sinnum fyrir akstur sviptur ökurétti. Með hliðsjón af sakarferli mannsin þótti refsing hans hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi auk þess sem ævilöng ökuréttarsvipting hans var áréttuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×