Innlent

Segist ósammála mati nefndar á hæfi Þorsteins

Andri Ólafsson skrifar

"Ég er ekki sammála áliti nefndarinnar," segir Árni Matthiesen sem í dag skipaði Þorstein Davíðsson dómari við Héraðsdóm Austurlands og Héraðsdóm Norðurlands eystri , þvert á álit nefndar sem falið var að kanna hæfi þeirra fimm umsækjenda sem voru um stöðuna. Af þessum fimm taldi nefndin þrjá umsækjendur hæfari en Þorstein.

Einn nefndarmann lýsti furðu sinni á þessu í samtali við Vísi í dag.

Þegar Vísir bað Árna um að rökstyðja ákvörðun sína sagði hann að Þorsteinn Davíðsson hefði að hans mati "fjölþættari reynslu á þeim sviðum sem skipta máli í þessu"

Aðspurður hvaða reynslu hann ætti við svaraði Árni: "Ja, meðal annars störf hans sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra."

Hann undirstrikaði að það væri dómsmálaráðherra sem skipaði í stöðuna en hlutverk nefndarinnar væri aðeins að gefa álit.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×