Innlent

Vandinn liggur í dugleysi ákæruvaldsins

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins.

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins segir að rót vandans þegar kemur að mönnum sem rjúfa farbann sé dugleysi ákæruvaldsins. Hann segir óskiljanlegt hve langan tíma það tekur að gefa út ákærur í málum hér á landi. Talið er að fimm manns hafi flúið land þrátt fyrir að vera í farbanni á meðan mál þeirra voru í rannsókn.

„Það er makalaust að ákæruvaldið geti ekki verið tilbúið með ákærur á skemmri tíma en raunin er," segir Jón. Málið liggur fyrir og það er sent til viðkomandi saksóknara þar sem það liggur ofan í skúffu oft í marga mánuði. Á meðan koma þessir menn sér úr landi."

Jón bendir á að við búum í réttarríki og því gangi ekki að láta menn sæta gæsluvarðhaldi lengur en ítrasta nauðsyn ber til.

„En ef menn ætla sér að nota þetta farbannsúrræði þannig að það komi að gagni þá finnst mér að skikka eigi menn til að bera staðsetningartæki á sér. Það er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að þeir láti sig hverfa," segir Jón Magnússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×