Innlent

Nær að stoppa í skattasmugur

Ríkisstjórnin á að stoppa upp í skattasmugur í stað þess að gefast upp, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Fjármálaráðherra vill fella niður skatt af þeim hagnaði sem fyrirtæki fá af sölu hlutabréfa til að sporna við því að féð sé flutt úr landi.

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á tekjuskattslögum sem munu meðal annars leiða til þess að fyrirtæki þurfa ekki að greiða skatt af söluhagnaði hlutabréfa. Þetta á aðeins við um fyrirtæki en ekki einstaklinga.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að heimildir fyrirtækja til að fresta greiðslu á þessum skatti, sem er 18-26 prósent, eftir formi félagsins, hafi leitt til þess að tekjur ríkissjóðs af þessum hagnaði hafi verið hverfandi. Hagnaður fyrirtækja af sölu hlutabréfa var tæpir 340 milljarðar króna á síðasta ári.

 

Það er langt gengið að undanþiggja þessar tekjur alfarið skatti, segir Steingrímur J. Sigfússon, og það endar með ósköpum ef fyrirtæki hlaupa með fé til skattaparadísa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×