Innlent

Fimm í haldi frönsku lögreglunnar vegna tilræðis í Alsír

Frá vettvangi annars tilræðanna í Alsír.
Frá vettvangi annars tilræðanna í Alsír. MYND/AP

Franska lögreglan hefur fimm menn í haldi sem hún telur tengjast stuðningshópi al-Qaida samtakanna í Alsír sem sögð eru bera ábyrgð á sprengjutilræði í Algeirsborg í síðstu viku. Þar létust hátt í 40 manns þegar tvær sprengjur sprungu í borginni, þar af önnur við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna.

Alls voru átta menn handteknir í Frakklandi í tengslum við málið en þremur hefur nú verið sleppt. Við húsleit hjá mönnunum lagði franska lögreglan hald á tölvur og fjarskiptabúnað og segir franska blaðið Le Figaro að búnaðinn hafi átt að senda til stuðingshóps al-Qaida í Alsír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×