Innlent

Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Ungur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Hann var staddur á veitingahúsinu Barnum aðfaranótt sunnudagsins 5. nóvember í fyrra, þegar hann sló annan mann í andlitið með glerglasi. Glasið brotnaði með þeim afleiðingum að árásarþolinn hlaut töluverð sár í andliti. Að auki var maðurinn dæmdur til að greiða árásarþolanum tæpar fjögur hundruð þúsund krónur í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×