Innlent

Útleiga einkaþotna á Íslandi tvöfaldast á einu og hálfu ári

Útleiga einkaþotna á Íslandi hefur tvöfaldast á hálfu öðru ári. Æ fleiri eru tilbúnir að greiða margfalt venjulegt fargjald til að sinnaerindum sínum í útlöndum á sem skemmstum tíma.

Fyrirtækið Icejet er það eina sem leigir út einkaþotur í millilandaflug. Fyrsta vélin kom í apríl 2006 enda talið að hún dygði til að anna eftirspurn hjá okkar örþjóð. Óekki. Eftir fáeina mánuði var tveimur bætt við. Flestir leigja þoturnar vegna viðskiptaferða. Tími manna í toppstöðum er orðinn svo dýrmætur, að mati talsmanns Icejet, að þeir velja þessa leið þótt kostnaðurinn sé margfaldur. Enda getur fyrirvarinn verið skammur.

Metið var sett um daginn, þegar hringt var klukkan hálfsex síðdegis til að óska eftir flugi - og vélin var komin í loftið klukkan sjö. Flugtíminn er svo gjarnan nýttur til fundahalda og allt kapp lagt á að komast heim fyrir helgi til að eyða tíma með konu og börnum. Því - eins og varla kemur á óvart - þá er um 80 prósent þeirra sem leigja einkaþotur karlmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×