Innlent

Fullt tungl og stórstreymi á aðfangadag

MYND/Vilhelm

Landhelgisgæslan vekur athygli á því að fullt tungl er á aðfangadag og stórstreymi því samfara. Það sé því ástæða fyrir sjómenn og aðra að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi.

Útreikningar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar sýna að sjávarhæð á aðfangadag og jóladag verði rúmum fjórum metrum yfir meðalstórstraumsfjöru. Blási af hafi og sé loftþrýstingur lágur verður sjávarhæðin meiri og á hinn bóginn minni með frálandsvindi og háum loftþrýstingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×