Innlent

Breiðavíkurnefndin skilar niðurstöðu í lok janúar

Í tilkynningu frá Róberti Spanó, formanni Breiðavíkurnefndarinnar svokölluðu, kemur fram að nefndin hafi rætt við rúmlega 100 einstaklinga, fyrrum vistmenn og starfsmenn og aðra sem nefndin hefur talið að geti varpað ljósi á starfsemi Breiðavíkurheimilisins.

Í erindisbréfinu er nefndinni falið í fyrstu að kanna starfsemi vistheimilisins Breiðavíkur á árunum 1950-1980 og er þar gert ráð fyrir að nefndin skili skýrslu til forsætisráðherra eigi síðar en 1. janúar 2008.

Í tilkyningu kemur fram að könnun nefndarinnar sé á lokastigi, en hún bíður enn eftir ákveðnum gögnum frá stjórnvöldum og greinargerðum sérfræðinga, sem nefndin hefur leitað til varðandi tiltekna þætti.

"Að þessu virtu hefur forsætisráðherra fallist á beiðni formanns nefndarinnar um að hún fái einn mánuð til viðbótar til að ljúka störfum. Er því gert ráð fyrir að nefndin skili skýrslu sinni til ráðherra eigi síðar en 31. janúar nk," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×