Innlent

Fjórða ránið í 10-11 á árinu

Tveir fjórtán ára piltar, grímuklæddir og vopnaðir bareflum, rændu peningum í verslun 10-11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um átta leitið í gærkvöldi og komust undan. Þetta er fjórða ránið í 10-11 verslun á árinu.

Samkvæmt lýsingu starfsfólks á hátterni piltanna grunaði menn úr forvarnadeild lögreglunnar hverjir kynnu að hafa verið þar á ferð og fundu þá báða heima hjá öðrum þeirra. Þar var líka þýfið, barefli og grímur.

Piltarnir haf því undirbúið ránið og husganlega ætlað að nota felubúnað og barefliln aftur. Að lokinni skýrslutöku var þeim sleppt, en barnaverndaryfirvöld fá mál þeirra til meðferðar.

Þetta er fjórða ránið í verslunum 10-11 á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Hin voru framin í verslun 10-11 við Skúlagötu, Dalveg í Kópavogi og við Setberg í Hafnarfirði. Þau eru öll upplýst og voru ungmenni að verki í flestum tilvikum. Stutt er líka síðan að fjórir piltar frömdu vopnað rán í verslun við Lönguhlíð í Reykjavík og náðust þeir líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×