Innlent

Ólafur formaður stjórnar Suðurlinda

Frá kynningarfundi félagsins fyrr í haust.
Frá kynningarfundi félagsins fyrr í haust.

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, var kjörinn formaður stjórnar Suðurlinda ohf. á stofnfundi félagsins í dag. Hafnarfjarðarbær, Grindavík og Vogar standa að nýja fyrirtækinu, sem á að standa vörð um almannahagsmuni á svæðinu og hafa um það að segja hver virkji á svæðinu og til hvers.

Aðrir stjórnarmenn eru Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Haraldur Þór Ólason bæjarfulltrúi Hafnarfirði, Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar Vogum og Íris Bettý Alfreðsdóttir, bæjarfulltrúi Vogum.

Í varastjórn voru kjörin þau: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir forseti bæjastjórnar Grindavíkur, Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi Hafnarfirði, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Hafnarfirði, Hörður Harðarson bæjarfulltrúi Vogum og Anný Helena Bjarnadóttir formaður bæjarráð Vogum.

Sveitarfélögin þrjú eiga Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík. Svartsengi er líka á svæði Grindavíkur þannig að frekari virkjunarmöguleikar þar munu væntanlega heyra undir Suðurlindir. Óljóst er hvort eða hvaða áhrif þetta kann að hafa á verðmat Hitaveitu Suðurnesja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×