Innlent

Fékk nálgunarbann á fyrrum eiginmanninn

Kona í Hafnarfirði hefur fengið nálgunarbann á fyrrum eiginmann sinn í 3 mánuði. Þetta staðfesti Hæstiréttur í dag en maðurinn má ekki koma nær heimili hennar en 50 metra radíus.

Einnig er honum bannað að veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima-, vinnu- og farsíma hennar eða hafa samband við hana á annan hátt.

Þau voru gift en upp úr sambandi þeirra slitnaði fyrir þremur árum. Þau eigi saman tvö börn sem búa hjá henni. Tvisvar á þessu ári hefur konan kært manninn fyrir líkamsárás og nú síðast einnig fyrir líkamsárás á hendur dóttur þeirra. Þá liggi fyrir allnokkrar tilkynningar vegna ónæðis af hálfu mannsins.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×