Innlent

365 dæmt fyrir meiðyrði

365 miðlar var í dag dæmt til að greiða Magnúsi Ragnarsyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás eins, 1500 þúsund krónur í skaðabætur vegna ummæla sem birtust í DV á haustmánuðum 2006 og í Fréttablaðinu í byrjun árs 2007.

,,Á sama tíma er allt í tómu tjóni í einkalífi yfirmanna stöðvarinnar, þeirra Magnúsar Ragnarssonar og..." sagði í yfirfyrirsögn fréttar í DV föstudaginn 29. september 2006: 2. Í sama tölublaði stóð skrifað ,, ...gengur yfirmönnum stöðvarinnar illa að fóta sig í einkalífinu." Þá stóð skrifað,,Maggi glæpur." í Fréttablaðinu 26. janúar síðastliðinn og í fyrirsögn í Fréttablaðinu 10. febrúar síðastliðinn er Magnús kallaður ,,Geðþekkur geðsjúklingur."

Öll ummælin voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×