Innlent

Bóndi grunaður um sauðaþjófnað

Fjórir lögreglumenn og fimm bændur úr Nesjum við Höfn í Hornafirði, gerðu fjárhúsleit í fjárhúsum bónda þar á svæðinu, vegna gruns um að hann stundaði stórfelldan sauðaþjófnað. Bændurnir kærðu hann og grunar að hann hafi breytt mörkum og merkjum á lömbum og lagt þau í sláturhúsið sem sín eigin.

Vegna rannsóknarinnar, sem sýslumaður á Eskifirði stjórnar, hafa eyru og hausar af umþaðbil 30 lömbum, se bóndinn lagði inn til slátrunar í haust, verið send rannsóknastofnun landbúnaðarins að Keldum til rannsóknar, en niðurstöður liggja ekki fyrir.

Við leit í fjárhúsum bóndans i gær fundu bændurnir enga kind úr sínum hjörðum, en rannsókn á þessum meinta sauðaþjófnaði verður fram haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×