Fleiri fréttir

Megna lykt lagði um Hafnarhúsið

Slökkviliðið var kallað að Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík í gærkvöldi vegna megnrar ólyktar , sem farin var að valda fólki í húsinu höfuðverk og óþægindum.

Rafmagn fór af báti

Vaktstöð siglinga og Landhelgisgæslan kölluðu í gærkvöldi út þyrlu og sendu björgunarskip frá Skagaströnd, til að leita að báti, með þremur mönnum um borð, sem datt út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu.

Hækkar í Hvítá

Mjög mikið vatnsmagn mælist nú efst í Hvítá á Suðurlandi, eða við svonefnt Fremsta Ver. Það er þó ekki nema um helmingur þess sem mældist fyrir flóðið í ánni fyrir ári, en gæti þó flætt inn á beitilönd. Lögreglan á Selfossi beinir því til bænda að huga að búpeningi í grennd við ána.

Útvarpsstjóri leysti Stóra-Klaufamálið

Jakob Frímann Magnússon stuðmaður og formaður Samtóns og Félags tónskálda og textahöfunda gekk sáttur og vonglaður frá fundi með Páli Magnússyni, Útvarpsstjóra í dag.

Vopnað rán í 10/11

Vopnað rán var framið í verslun 10/11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um áttaleytið í kvöld. Ræningjarnir voru grímuklæddir og vopnaðir kylfum. Grunur lögreglu beindist strax að tveimur unglingspiltum, sem handteknir voru skömmu síðar með ránsfenginn í fórum sér.

Umferðaróhapp á Aðalgötu

Tveir voru fluttir á til eftirlits á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir umferðaróhapp á Aðalgötu austan Reykjanesbrautar um sexleytið í dag.

Úthlutun til nauðstaddra lýkur á morgun

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær og lýkur á morgun. Í lok dagsins í dag var búið að afgreiða um 1000 umsóknir af þeim 1400 sem hafa borist og á Akureyri verða afgreiddar um 90 umsóknir.

Vel yfir 100 kertabrunar í desember

Undanfarin ár hafa að meðaltali verið um 120 kertabrunar í desember og má reikna með að 60-90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um jól og áramót. Í flestum tilfellum verða óhöppin á gamlársdag og nýársdag, samkvæmt tölum Forvarnarhúss Sjóvá.

Brögðóttur þjófur á ferð

Þjófur, vopnaður kústskafti sem á var fest skrúfjárn, var á ferli í morgun og stal veski úr húsi í miðborginni með fyrrnefndu verkfæri.

Ungt þjófagengi dæmt í 33 mánaða fangelsi

Fjórir piltar á aldrinum 15-18 ára voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samtals 33 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda innbrota í Reykjavík og Kópavogi snemma á þessu ári.

Sektaður fyrir að skilja eftir ketti á Hólmsheiði

Tuttugu og sex ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir brot á dýraverndunarlögum með því að skilja tvo ketti, sem hann átti, eftir við hesthús á Hólmsheiði.

Ísland fái undanþágur vegna losunarheimilda frá flugi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur farið fram á það að tekið verði tillit til landfræðilegrar sérstöðu Íslands þegar fjallað verður um tillögur um að fella flugsamgöngur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundum.

Felldi úr gildi áminningu og sekt á hendur Atorku

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þá ákvörðun Kauphallar Íslands að áminna og sekta Atorku Group í tengslum við fréttatilkynningu frá félaginu vegna hálfs árs uppgjörs ársins 2006.

Búsæld eignast Norðlenska

Eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi kaupi, hefur keypt öll hlutabréf í kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska fyrir 568 milljónir króna.

Brottkast miklu meira en Hafró telur

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra og fyrrverandi skipstjóri telur að tölur sem Hafrannsóknarstofnun nefnir um brottkast á fiski séu langt of lágar.

Kemur á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför Eimskips var

Stjórnendur Samskipa segja að það komi á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför Eimskips að félaingu hafi verið og segja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag staðfesta að Samskip hafi haft gilda ástæðu til að kæra Eimskip.

Erla Ósk íhugar lögsókn

„Þetta fullkomnar tilgang minn sem var alltaf sá að vekja athygli á þessum vinnubrögðum," segir Erla Ósk Arnardóttir en Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sendi utanríkisráðherra bréf í dag þar sem meðhöndlun starfsmanna þess á Erlu var hörmuð.

Sekt fyrir að tilkynna of seint um kaup á B&L

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Eignarhaldsfélagið Sævarhöfða um eina og hálfa milljón króna fyrir að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um kaup félagsins á Bifreiðum og landbúnaðarvélum innan lögbundins frests.

„Ástandið ekki alslæmt, en gæti verið betra“

Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert nýtt að skortur sé á lögregluþjónum hjá embættinu. Í Lögreglublaðinu er ítarleg umfjöllun um manneklu innan lögreglunnar og sagt að bresti í innviðum þar á bæ. Stefán bendir á að við þessu hafi verið brugðist í haust með tímabundnum álagsgreiðslum til lögreglumanna.

Dæmdur fyrir að lemja lögreglumenn

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Eskifirði í fyrra sumar.

Eigendur Eimskips segja málið sér óviðkomandi

Eimskipafélagið ætlar ekki að una sekt Samkeppniseftirlitsins sem í morgun ákvað að sekta félagið um 310 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot. Í tilkynningu frá Eimskip segir að málið sé sér óviðkomandi þar sem félagið hafi skipt um eigendur og allir æðstu stjórnendur frá umræddu tímabili hafi látið af störfum. Rúm fimm ár eru síðan Samkeppniseftirlitið gerði húsleitina sem málið er byggt á. Eimskipsmenn segja málinu beint að röngum aðila.

Eimskip áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Eimskip hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem sektað hefur félagið um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði.

Íkveikja á Hverfisgötu mistókst

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hverfisgötu 34 á ellefta tímanum. Þegar komið var á staðinn hafði eldurinn því sem næst slokknað en reykur og glæður voru í húsinu sem er þriggja hæða. Húsið er ónýtt og bíður niðurrifs, að sögn eiganda.

Kona dæmd fyrir fíkniefnabrot

Kona var í Héraðsdómi Norðurlands eystri dæmd til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetmíns og kannabisefna á Akureyri í sumar. Þá var hann einnig með lítilræði af sömu efnum í fórum sínum.

Féll niður 47 hæðir og lifði það af

Yfirvöld í New York reyna nú að finna skýringar á því hvernig þrjátíu og sjö ára gamall gluggaþvottamaður fór að því að lifa af fall niður af þaki fjörutíu og sjö hæða háhýsis í borginni.

SGS standi við boðaðar kröfur í kjarasamningum

Félagsfundur í Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis skorar á samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að standa fast við boðaðar kröfur sambandsins gagnvart atvinnurekendum.

Óperan fær grænt ljós frá bæjarstjórn Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt viljayfirlýsingu um byggingu óperuhúss í bænum. Samþykkt var að stofna einkahlutafélag um verkefnið sem Kópavogur verður aðili að ásamt fjárfestum og Íslensku óperunni. Gert er ráð fyrir að húsið verði boðið út í einkaframkvæmd og að félagið hafi með höndum undirbúning og eftirfylgni með verkefninu.

Suðurlindir stofnaðar á morgun

Framtíðar virkjunarmöguleikar Hitaveitu Suðurnesja hverfa inn í fyrirtækið Suðurlindir, sem stofnað verður á morgun. Hafnarfjarðarbær, Grindavík og Vogar standa að nýja fyrirtækinu, sem á að standa vörð um almannahagsmuni á svæðinu og hafa um það að segja hver virkji á svæðinu ot til hvers.

Ekkert varð af flóði í Skagafirði

Ekki varð úr flóði í Austari jökulsá og þar með Héraðsvötnum í Skagafirði, eins og óttast var um tíma í gær. Rennslismælingar gáfu til kynna í gær að flóð kynni að vera í aðsigi með kvöldinu, og vöruðu Almannavarnir bændur og aðra , sem hagsmuna áttu að gæta, við því.

Lofa aðgerðum gegn niðurrifi í miðbænum

"Það var kominn tími á að fólkið sem lifir og þrífst hér í miðbænum kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri, " segir Óttar Martin Norðfjörð heimspekingur, rithöfundur og einn þeirra sem stóð fyrir fundi um borgarmál á barnum Boston í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir