Innlent

Megna lykt lagði um Hafnarhúsið

Slökkviliðið var kallað að Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík í gærkvöldi vegna megnrar ólyktar , sem farin var að valda fólki í húsinu höfuðverk og óþægindum.

Í ljós kom að í miðju húsinu hafði gólf verið lakkað með Epoxíd lakki og lagði lyktina af því. Slökkviliðsmenn loftræstu húsið og fluttu eina manneskju á Slysadeild til rannsókna, en hún fékk að fara heim að þeim loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×