Innlent

Stjórnendur Eimskips töldu fyrirtækið ekki vera í markaðsráðandi stöðu

Ingimundur Sigurpálsson er fyrrverandi forstjóri Eimskips.
Ingimundur Sigurpálsson er fyrrverandi forstjóri Eimskips.

Stjórnendur Eimskips töldu félagið ekki vera í markaðsráðandi stöðu þegar Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá þeim í september 2002, samkvæmt Ingimundi Sigurpálssyni, fyrrverandi forstjóra Eimskips. Samkeppniseftirllitið ákvað í dag að sekta Eimskipafélagið um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað stöðu sína á sjóflutningsmarkaði og þannig valdið almenningi og atvinnulíf tjóni.

„Ég hef ekki séð úrskurðinn og veit því ekki á hvaða forsendu Samkeppniseftirlitið úrskurðar um það að við höfum verið í markaðsráðandi stöðu," segir Ingimundur. „En það er ljóst að við sem komum að stjórn félagsins á þessum tíma töldum það ekki vera í markaðsráðandi stöðu," segir hann enn fremur.

„Ég var hvorki kallaður til af Samkeppniseftilitinu, né Eimskip og hef því ekki komið að vörn málsins," segir Ingimundur. Hann ætlar að kynna sér úrskurðinn á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×