Innlent

Rafmagn fór af báti

Vaktstöð siglinga og Landhelgisgæslan kölluðu í gærkvöldi út þyrlu og sendu björgunarskip frá Skagaströnd, til að leita að báti, með þremur mönnum um borð, sem datt út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu.

Áður en þyrlan var lögð af stað, fann áhöfn björgunarskipsins bátinn,sem var þá staddur út af Rifsnesi á Skaga, á milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Allt rafmagan hafði farið af bátnum, og því rofnaði sambandið við Skylduna.

Hægt var að gera við rafmagnið til bráðabirgða og kláruðu bátsverjar veiðiferðina í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×