Innlent

Hamraborgin hljómaði í göngum Kárahnjúkavirkjunar

Verktakafyrirtækið Arnarfell hélt einhvers konar litlu jól fyrir starfsmenn sína á Kárahnjúkum í gær. Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum því stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson söng fyrir viðstadda inni í einum af göngum Kárahnjúkavirkjunar.

Kristján söng lagið Hamraborgina sem vel er þekkt. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sagði Kristján að hann lagið væri stórbrotið og textinn ekki síðri. Hann hefði búið í sama húsi og Davíð Stefánsson, höfundur ljóðsins, á Akureyri. Textinn væri magnaður og ef einhver næði að ekki að túlka hann þannig að hann næði til hjartans þá væri eitthvað meira en lítið að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×