Innlent

Sekt fyrir að tilkynna of seint um kaup á B&L

Kristinn Geirsson er framkvæmdastjóri Sævarhöfða ehf.
Kristinn Geirsson er framkvæmdastjóri Sævarhöfða ehf. MYND/GVA

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Eignarhaldsfélagið Sævarhöfða um eina og hálfa milljón króna fyrir að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um kaup félagsins á Bifreiðum og landbúnaðarvélum innan lögbundins frests.

Fram kemur í úrskurði eftirlitsins að það hafi sent Sævarhöfða ehf. bréf í lok september og tilkynnt að með kaupunum gæti verið um samruna að ræða sem tilkynningarskyldur væri. Kaupsamningur vegna bílaumboðsins var undirritaður 18. júlí í sumar og átti Sævarhöfði að tilkynna um kaupin innan við viku eftir það.

Samrunatilkynning barst Samkeppniseftirlitinu hins vegar ekki fyrr en 8. október eða tæpum þremur mánuðum eftir að tilkynningarskyldan hófst. Því mat Samkeppniseftirlitið það svo að Sævarhöfði hefði brotið gegn tilkynningarskyldu um samruna og sektaði félagið sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×