Eimskip sektað um 310 milljónir fyrir samkeppnisbrot 19. desember 2007 10:14 Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Eimskipafélag Íslands um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði, annars vegar með því að reyna markvisst að bola Samskipum út af markaðnum og hins vegar með því að gera fjölmarga svokallaða einkakaupasamninga við viðskiptavini sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við samninga þar sem Eimskip skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa flutningaþjónustu einungis af félaginu en slíkir samningar eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut. Í sumum samninganna var einnig að finna samkeppnishamlandi tryggðarafslætti að sögn Samkeppniseftirlitsins. Telur eftirlitið að brot Eimskip á 11. grein samkeppnislaga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni.Í tilkynningunni segir að málið hafi hafist vegna kæru frá Samskipum og var vegna hennar framkvæmd húsleit hjá Eimskipi vegna málsins 4. september 2002.Við rannsókn þess þurfti að skilgreina samkeppnismarkað og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Eimskip hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Komst Samkeppniseftirlitið að því að markaður þessa máls væru farmflutningar í reglubundnum áætlunarsiglingum milli Íslands og hafna í Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar ásamt tengdri þjónustu. Reyndist Eimskip hafa 70-80 prósenta markaðshlutdeild á þessum markaði. Í ljósi þess var það mat Samkeppniseftirlitsins að Eimskip hafi verið í markaðsráðandi stöðu.Ákváðu árás gegn SamskipumÍ tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Eimskips hafi falist í markaðsatlögu og einkakaupum og samkeppnishamlandi afsláttum.Gögn málsins sýna að haustið 2001 hafi Eimskip beitt sér fyrir verðhækkunum á flutningaþjónustu sinni gagnvart viðskiptavinum sínum og að Samskip hafi nýtt sér þetta til þess að afla sér nýrra viðskiptavina. Olli það óánægju hjá Eimskipi að Samskip nýttu ekki þetta tækifæri til verðhækkunar.Gögn málsins sýna einnig að um áramótin 2001/2002 hafi Eimskip aftur hækkað verða á flutningaþjónustu og kemur fram í innanhússgögnum Eimskips að þær aðgerðir hafi að hluta til gengið ágætlega. Hins vegar nýttu Samskip sér enn á ný gremju viðskiptavina Eimskips með verðhækkanirnar og buðu þeim betri kjör með þeim afleiðingum að Eimskip missti viðskiptavini yfir til Samskipa. Olli þetta aftur óánægju hjá Eimskipi og var „árás" eins og það var kallað hjá Eimskipi ákveðin gegn Samskipum.Eimskip greip til umfangsmikilla aðgerða sem miðuðu að því að ná sem mestu af viðskiptum Samskipa yfir til Eimskips. Aðgerðirnar voru nefndar „markaðsatlaga" og voru þær skipulagðar af æðstu stjórnendum Eimskips.„Ljóst er að umfangsmikil vinna hefur verið sett af stað í að kortleggja markaðinn, s.s. að búa til lista með öllum viðskiptavinum Samskipa og skipuleggja sókn. Gögnin sýna jafnframt að ákveðið var að „máttur" Eimskips yrði nýttur í þessu skyni til þess að tryggja ráðandi stöðu félagsins á markaðnum. Markmið Eimskips með aðgerðunum var að koma í veg fyrir samkeppni eða takmarka hana verulega og gera fyrirtækinu kleift að hækka verð í kjölfar aðgerðanna. Þetta er sérstaklega skýrt þegar haft er í huga umfang aðgerðanna," segir enn fremur í úttekt Samkeppniseftirlitsins.Eimskip sneri sér kerfisbundið til fjölmargra viðskiptavina Samskipa og reyndi með sértækum afslætti eða kjörum að ná þeim af Samskipum. Þessi tilboð fólu í sér undirboð og einnig var verðið mun lægra en það verð sem fram kom í gjaldskrá Eimskips. Átti að fara með tilboðin til viðskiptavina Samskipa sem trúnaðarmál til þess að upplýsingar um hið lækkaða verð bærust ekki til fyrirtækja sem þegar voru í viðskiptum við Eimskip. Í minnisblaði sem fannst við húsleit hjá Eimskipi kom fram að viðskiptavinir félagsins sem væru sambærilegir þeim viðskiptavinum Samskipa sem Eimskip hafði gert tilboð greiddu mun hærra verð fyrir flutningsþjónustu hjá Eimskipi en fólst í tilboðum Eimskips til viðskiptavina Samskipa.Samkeppniseftirlitið segir að verðmæti þeirra viðskipta sem Eimskip sóttist eftir eftir frá Samskipum hafi verið þrír milljarðar króna á ársgrundvelli og töldu forsvarsmenn fyrirtækisins að raunhæft væri að ná til félagsins viðskiptum frá Samskipum sem næmu um 800 milljónum króna. Í byrjun maí 2002 kom fram í tölvupósti frá Eimskipi að búið væri að ná viðskiptum fyrir um 200 milljónir króna af Samskipum til Eimskips og að horfur væru á að viðskipti fyrir um 400 milljónir króna til viðbótar myndu nást fljótlega. Gögn málsins gefa til kynna að stjórnendur Eimskips töldu að markaðsatlagan hefði heppnast vel.Segir Samkeppniseftirlitið að þessar aðgerðir feli í sér ólögmætar, sértækar verðlækkanir sem höfðu það að markmiði að veikja Samskip sem keppinaut. Ljóst sé að hefðu áætlanir Eimskips að fullu náð fram að ganga hefði verið veruleg hætta á því að Samskip hefðu hrökklast út af markaðnum.Auk þessa felast brot Eimskips í því að hafa gert ólögmæta samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Eimskip skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa flutningaþjónustu einungis af félaginu. Í slíkum samningum við stóra viðskiptavini beitti Eimskip einnig samkeppnishamlandi afslætti til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir myndu ekki eiga viðskipti við keppinauta Eimskips. Samningar af þessum toga eru til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna að sögn Samkeppniseftirlitsins 3.Langur málsmeðferðartími óhjákvæmilegurSem fyrr segir hófst málið með húsleit hjá Eimskipi í byrjun september árið 2002. Ýmis atriði töfðu rekstur þess að sögn Samkeppnieftirlitsins. Þar á meðal voru dómsmál sem snerust um það hvort Samskip væri málsaðili og tafði sá ágreiningur málsmeðferð fram til nóvember 2003. Þá reyndist gagnaöflun í málinu tafsöm og auk þess sem stófelldar breytingar hafa orðið á rekstri Eimskipa og félagið skipti meðal annars um eigendur. Því hafi langur málsmeðferðartími verið óhjákvæmilegur.„Samkeppniseftirlitið telur almennt séð óviðunandi að mikilvæg samkeppnismál geti tafist vegna aðgerða fyrirtækja. Er það von eftirlitsins að breytingar á samkeppnislögum sem tóku gildi á þessu ári og ætlað er að efla möguleika Samkeppniseftirlitsins við upplýsingaöflun muni hafa jákvæð áhrif á málshraða," segir að endingu í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Eimskipafélag Íslands um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði, annars vegar með því að reyna markvisst að bola Samskipum út af markaðnum og hins vegar með því að gera fjölmarga svokallaða einkakaupasamninga við viðskiptavini sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við samninga þar sem Eimskip skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa flutningaþjónustu einungis af félaginu en slíkir samningar eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut. Í sumum samninganna var einnig að finna samkeppnishamlandi tryggðarafslætti að sögn Samkeppniseftirlitsins. Telur eftirlitið að brot Eimskip á 11. grein samkeppnislaga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni.Í tilkynningunni segir að málið hafi hafist vegna kæru frá Samskipum og var vegna hennar framkvæmd húsleit hjá Eimskipi vegna málsins 4. september 2002.Við rannsókn þess þurfti að skilgreina samkeppnismarkað og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Eimskip hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Komst Samkeppniseftirlitið að því að markaður þessa máls væru farmflutningar í reglubundnum áætlunarsiglingum milli Íslands og hafna í Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar ásamt tengdri þjónustu. Reyndist Eimskip hafa 70-80 prósenta markaðshlutdeild á þessum markaði. Í ljósi þess var það mat Samkeppniseftirlitsins að Eimskip hafi verið í markaðsráðandi stöðu.Ákváðu árás gegn SamskipumÍ tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Eimskips hafi falist í markaðsatlögu og einkakaupum og samkeppnishamlandi afsláttum.Gögn málsins sýna að haustið 2001 hafi Eimskip beitt sér fyrir verðhækkunum á flutningaþjónustu sinni gagnvart viðskiptavinum sínum og að Samskip hafi nýtt sér þetta til þess að afla sér nýrra viðskiptavina. Olli það óánægju hjá Eimskipi að Samskip nýttu ekki þetta tækifæri til verðhækkunar.Gögn málsins sýna einnig að um áramótin 2001/2002 hafi Eimskip aftur hækkað verða á flutningaþjónustu og kemur fram í innanhússgögnum Eimskips að þær aðgerðir hafi að hluta til gengið ágætlega. Hins vegar nýttu Samskip sér enn á ný gremju viðskiptavina Eimskips með verðhækkanirnar og buðu þeim betri kjör með þeim afleiðingum að Eimskip missti viðskiptavini yfir til Samskipa. Olli þetta aftur óánægju hjá Eimskipi og var „árás" eins og það var kallað hjá Eimskipi ákveðin gegn Samskipum.Eimskip greip til umfangsmikilla aðgerða sem miðuðu að því að ná sem mestu af viðskiptum Samskipa yfir til Eimskips. Aðgerðirnar voru nefndar „markaðsatlaga" og voru þær skipulagðar af æðstu stjórnendum Eimskips.„Ljóst er að umfangsmikil vinna hefur verið sett af stað í að kortleggja markaðinn, s.s. að búa til lista með öllum viðskiptavinum Samskipa og skipuleggja sókn. Gögnin sýna jafnframt að ákveðið var að „máttur" Eimskips yrði nýttur í þessu skyni til þess að tryggja ráðandi stöðu félagsins á markaðnum. Markmið Eimskips með aðgerðunum var að koma í veg fyrir samkeppni eða takmarka hana verulega og gera fyrirtækinu kleift að hækka verð í kjölfar aðgerðanna. Þetta er sérstaklega skýrt þegar haft er í huga umfang aðgerðanna," segir enn fremur í úttekt Samkeppniseftirlitsins.Eimskip sneri sér kerfisbundið til fjölmargra viðskiptavina Samskipa og reyndi með sértækum afslætti eða kjörum að ná þeim af Samskipum. Þessi tilboð fólu í sér undirboð og einnig var verðið mun lægra en það verð sem fram kom í gjaldskrá Eimskips. Átti að fara með tilboðin til viðskiptavina Samskipa sem trúnaðarmál til þess að upplýsingar um hið lækkaða verð bærust ekki til fyrirtækja sem þegar voru í viðskiptum við Eimskip. Í minnisblaði sem fannst við húsleit hjá Eimskipi kom fram að viðskiptavinir félagsins sem væru sambærilegir þeim viðskiptavinum Samskipa sem Eimskip hafði gert tilboð greiddu mun hærra verð fyrir flutningsþjónustu hjá Eimskipi en fólst í tilboðum Eimskips til viðskiptavina Samskipa.Samkeppniseftirlitið segir að verðmæti þeirra viðskipta sem Eimskip sóttist eftir eftir frá Samskipum hafi verið þrír milljarðar króna á ársgrundvelli og töldu forsvarsmenn fyrirtækisins að raunhæft væri að ná til félagsins viðskiptum frá Samskipum sem næmu um 800 milljónum króna. Í byrjun maí 2002 kom fram í tölvupósti frá Eimskipi að búið væri að ná viðskiptum fyrir um 200 milljónir króna af Samskipum til Eimskips og að horfur væru á að viðskipti fyrir um 400 milljónir króna til viðbótar myndu nást fljótlega. Gögn málsins gefa til kynna að stjórnendur Eimskips töldu að markaðsatlagan hefði heppnast vel.Segir Samkeppniseftirlitið að þessar aðgerðir feli í sér ólögmætar, sértækar verðlækkanir sem höfðu það að markmiði að veikja Samskip sem keppinaut. Ljóst sé að hefðu áætlanir Eimskips að fullu náð fram að ganga hefði verið veruleg hætta á því að Samskip hefðu hrökklast út af markaðnum.Auk þessa felast brot Eimskips í því að hafa gert ólögmæta samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Eimskip skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa flutningaþjónustu einungis af félaginu. Í slíkum samningum við stóra viðskiptavini beitti Eimskip einnig samkeppnishamlandi afslætti til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir myndu ekki eiga viðskipti við keppinauta Eimskips. Samningar af þessum toga eru til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna að sögn Samkeppniseftirlitsins 3.Langur málsmeðferðartími óhjákvæmilegurSem fyrr segir hófst málið með húsleit hjá Eimskipi í byrjun september árið 2002. Ýmis atriði töfðu rekstur þess að sögn Samkeppnieftirlitsins. Þar á meðal voru dómsmál sem snerust um það hvort Samskip væri málsaðili og tafði sá ágreiningur málsmeðferð fram til nóvember 2003. Þá reyndist gagnaöflun í málinu tafsöm og auk þess sem stófelldar breytingar hafa orðið á rekstri Eimskipa og félagið skipti meðal annars um eigendur. Því hafi langur málsmeðferðartími verið óhjákvæmilegur.„Samkeppniseftirlitið telur almennt séð óviðunandi að mikilvæg samkeppnismál geti tafist vegna aðgerða fyrirtækja. Er það von eftirlitsins að breytingar á samkeppnislögum sem tóku gildi á þessu ári og ætlað er að efla möguleika Samkeppniseftirlitsins við upplýsingaöflun muni hafa jákvæð áhrif á málshraða," segir að endingu í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira